Ný vika er hafin í Ljósinu og þó svo að húsið sé ekki opið fyrir ljósbera um sinn þá er starfsfólk Ljóssið mætt til vinnu.
Við vinnum nú meðal annars í að færa tækjasalinn yfir í nýja húsið, færa fræðsluefni í stafrænna form og undirbúa enn öflugari endurhæfingu í húsi þegar aðstæður leyfa.
Okkur langar til þess að benda ljósberum á að við erum við símann og alltaf tilbúin í að aðstoða eða ljá eyra.
Einnig stefnum við á að vera dugleg að segja frá hvað er á döfinni í sögunni okkar á Instagram – Endilega kíkið við og deilið með okkur hvað þið eruð að gera til að halda endurhæfingunni áfram heimafyrir.
Hafið það gott í dag og passið vel upp á hvert annað.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.