Barnanámskeið 6-13 ára: Laus sæti á námskeiði fyrir unga aðstandendur

Eigum örfá sæti eftir á námskeið fyrir unga aðstandendur 6-13 ára hefst 28. janúar.

Námskeiðið er fyrir börn og einnig unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur. Börnin fá tækifæri að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans. Hópunum er aldursskipt.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 5613770

Lengd: 10 vikur, einu sinni í viku, 1 og ½ klst. í senn. Frá kl: 16.30 – 18.00
Umsjón með námskeiðinu eru: Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumaeðferðarfræðingur.

1.-3. tími:  TRAUST

  • Sjálfstraust
  • Hugrekki
  • Treysta öðrum
  • Treysta aðstæðum

4-6. tími TENGSL

  • Félagslegur og tilfinningalegur lærdómur
  • Samskipti
  • Samvinna
  • Tjáning
  • Samkennd

7-9. tími SJÁLFSÞEKKING

  • Aukin meðvitund varðandi færni, líðan og samskipti
  • Yfirfærsla á daglegt líf
  • Jákvæð reynsla

Í 10. tíma (síðasta tímanum) koma foreldar og systkini með og er ætlunin að allir hafa gaman saman.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.