Þrátt fyrir viðbyggingu á húsnæði Ljóssins árið 2015 er húsnæðið enn á ný orðið of þröngt. Um töluvert skeið hefur því verið leitað lausna og hefur nú verið fest kaup á húsi sem flutt verður á lóð okkar á Langholtsvegi 47. Með viðbótinni er ætlunin að geta boðið krabbameinsgreindum meðal annars upp á betri aðstöðu til sjúkraþjálfunar og líkamsræktar. Samhliða því verður til betra pláss fyrir viðtöl hjá iðjuþjálfum, sálfræðingum og fleiri fagaðilum.
Húsið sem um ræðir er 10 ára gamalt 243 fermetra timuburhús sem hefur undanfarin ár verið notað undir starfsemi Listdansskóla Íslands sem dans- og tónlistarsalur.
Áætlað er að flytja húsið í þremur hlutum en ekki er búið að fastsetja dagsetningar.
Við flytjum ykkur frekari fréttir af þessu spennandi verkefni þegar fram líða stundir.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.