Athugið uppfærð dagsetning!
Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 1. desember næstkomandi.
Þar mun stór hópur göngfólks ganga af stað klukkan 15:00 upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Björgunarsveitin Kjölur verður á staðnum. Opið verður í Esjustofu fyrir þá sem vilja koma og berja fossinn augum og eiga notalega vetrarstund. Veitingar verða til sölu.
Við hvetjum alla þá sem hafa unun af vetrargöngum til að leggja góðu málefni lið.
Í viðburðinum okkar á Facebook má finna enn frekari upplýsingar og efni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.