Þann 31. maí síðastliðinn var haldið golfmót til styrktar Ljósinu. Það var Kiwanisklúbburinn Eldey sem annaðist allan undirbúning og mótshaldið sjálft, en þetta er í fimmta sinn sem Eldey heldur þetta mót í samvinnu við Ljósið. Að venju var fyrirkomulagið þannig að fyrirtækjum var boðið að kaupa holl í mótinu og buðu viðskiptavinum og starfsmönnum til þátttöku.
Að venju var fullskipað í mótið og stemningin engu lík. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og verðlaunin glæsileg.
Nánar verður fjallað um golfmótið í Ljósablaðinu sem gefið verður út í lok sumars.
Við þökkum öllum þeim sem önnuðust undirbúning, styrkaraðilum, keppendum og öðrum sem tóku þátt í mótinu með einum eða öðrum hætti innilega fyrir stuðninginn við Ljósið.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.