Þann 4. febrúar er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum á nýju árþúsundi í París 4. febrúar 2000. Markmiðið með þessum degi er að vera með vitundarvakningu til að koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp herör gegn honum.
Þema þessa dags eins og undanfarin þrjú ár er: Við getum – ég get. Höfuðáherslan er einmitt sú að við getum öll lagt okkar af mörkum, saman eða hvert og eitt okkar, til að berjast gegn þeim vágest sem krabbameinið er. Þú getur skoðað þessi lykilskilaboð nánar með því að smella hér .
Við í Ljósinu fögnum þessum degi og sendum kærleikskveðjur til allra þeirra sem standa í baráttunni.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.