Fræðslufundir fyrir karlmenn

karlarnir.jpgHefst 1.febrúar með kynningarfundi  kl.17.30
Nýtt námskeið hefst 8.febrúar 
 
Einar Magnússon segir frá reynslu sinni af því að hafa greinst með krabbamein.
Aðstandendur eru velkomnir með á kynningarfundinn.
Skráning og upplýsingar í síma 5613770
  Umsjónarmaður fyrir Ljósið er Matti Ósvald heilsufræðingur
 

Fundirnir verða einu sinni í viku  á mánudögum  kl. 17:30 í 10 vikur,  Fræðslufundirnir hafa verið á dagskrá áður og hafa gefist mjög vel. Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu, og hafi gagn og  gaman af að hitta aðra í sömu aðstæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið.

Þeir fagaðilar sem verða með fyrirlestur eru: Sigrún Reykdal blóðmeinafræðingur, Snorri Ingimarsson geðlæknir og krabbameinssérfræðingur,Guðrún Anna Jónsdóttir sálfræðingur, Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjáfi,  Daníel Reynisson í Krafti, Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari, Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari. Þá verður slegið á létta strengi og eldað með Ingvari kokki sem var áður á  Salatbarnum.

10 vikna fræðslunámskeið kostar kr. 5000 ,-. 

Kaffi og létt meðlæti.  

Dagskrá fundanna:

  • 1.febrúar: Kynningarfundur – aðstandendur velkomnir með, Einar Magnússon segir frá eigin reynslu.
  • Hugaraðferð afreksmannsins – Matti Osvald heilsufræðingur
  • Að vinna með hugsanaflækjur – Guðrún Anna Jónsdóttir sálfræðingur
  • Breytingar í daglegu lífi í kjölfar veikinda – Unnur María Þorvarðard. Iðjuþjálfi
  • Streita og slökun – Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari og jógakennari.
  • Líkamleg uppbygging eftir veikindi – Stefán H Stefánsson sjúkraþjálfari
  • Ímyndir krabbameina – Sigrún Reykdal blóðmeinafræðingur
  • Karlmennskan – Snorri Ingimarsson krabbameinssérfræðingur og geðlæknir.
  • Reynslusögur og samtal – Gunnar L Friðriksson og Ragnar Th Sigurðsson Ljósberar.
  • Eldað saman og snjallar gamansögur – Ingvar Guðmundsson kokkur
  • Markmið, framtíðarsýn og samantekt á námskeiði – Matti Osvald heilsufræðingur

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.