Þjálfun

Í Ljósinu eru starfandi sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar sem veita persónulega ráðgjöf varðandi þá hreyfingu sem hentar hverju sinni. Fræðsla um mikilvægi reglubundinnar hreyfingar, viðeigandi þjálfun í samræmi við áhuga, markmið og getu hvers og eins er nauðsynleg til að ná árangri.

Sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur heldur utan um þjálfunina og fylgir einstaklingnum eftir eins lengi og þörf þykir.

 

Upplýsingar fyrir fyrsta viðtal sjúkraþjálfara

 

Undirbúningur fyrir viðtöl og mælingar hjá þjálfurum:

  • Forðist mat, drykk og koffín um 2 klst. fyrir viðtal.
  • Mæta í þægilegum fötum (t.d. íþróttafötum) og með íþrótta- eða strigaskó.
  • Mikilvægt að taka inn öll lyf eins og venjulega þennan dag ef það á við.

Helstu upplýsingar

Þjálfarar:

Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir

Erla Ólafsdóttir

Guðrún Erla Þorvarðardóttir

Gyða Rán Árnadóttir

Inga Rán Gunnarsdóttir

Mark Bruun Kristensen

Margrét Arna Arnardóttir

Stefán Diego