Byrjað verður á að kenna undirstöðuatriði í litafræði með skemmtilegum æfingum þar sem blandaðir eru óteljandi litir og tónar úr örfáum litum. Verkefnin geta teygt sig í margar áttir og dýpkað í framhaldinu. Seinna bætast við æfingar með form sem síðan leiða til sameiningu lita og forma.

Æfingarnar verða unnar í skissubók þar sem öllu er haldið til haga á sama stað. Skissubók er frábært verkfæri í myndsköpun. Hún er hugmyndabanki, vinnusvæði, hugleiðslustaður, minnispunktageymsla og svo margt annað. Í henni er hægt að fletta upp til að koma sér í sköpunargírinn. Einnig verða málaðar einfaldar uppstillingar. Áhersla á afslappað og skapandi andrúmsloft.

Mest allt efni og áhöld eru á staðnum.

Helstu upplýsingar

Næstu námskeið hefjast
7. janúar 2025

Þriðjudagar 
kl. 9:00-12:00 og 12:30-15:30

Hvert námskeið er 6 vikur

Umsjón
Sara Vilbergsdóttir, myndlistakona
Rósa Sigrún Jónsdóttir, myndlistakona

Upplýsingar og skráning í síma 561-3770