Það er mikil og varasöm hálka á götum og stígum þennan daginn og óhætt að vara fólk við hálkunni fram eftir morgni og sérstaklega á minna förnum götum og á bílaplönum.
Vegna þessa þá fellur gönguþjálfun niður í dag og minnum á að þau sem ætla að leggja leið sína til okkar í dag að það er flughált á Langholtsveginum. Bílastæðið hefur verið saltað en er þó hált og því um að gera að fara extra varlega í dag. Við hvetjum ykkur til að kíkja frekar á léttar skemmtilegar æfingar heima fyrir í dag og geyma göngutúrana fyrir betri aðstæður. Hér má finna einfaldar æfingar frá þjálfarateymi Ljóssins.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






