Frá og með 22. janúar til 26. febrúar verður boðið upp á slökun á fimmtudögum kl. 14:00 í græna sal Ljóssins.
Slökun er góð leið til að auka vellíðan, draga úr álagi, bæta svefn og auka lífsgæði.
Þátttakendur koma sér þægilega fyrir á dýnu eða stól og þurfa ekkert að aðhafast annað en að slaka á og hlusta á rödd þess sem leiðir. Þátttakendur verða leiddir inn í djúpa slökun og sleppa algjörlega tökum á allri spennu, þreytu og streitu.
Skráning í afgreiðslu Ljóssins eða hjá þjálfurum.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






