Styrkur frá Oddfellow Rebekkustúku nr. 12 Barböru

Við fengum frábæra heimsókn fyrr í vikunni frá þeim Hörpu, Kristínu, Kareni, Bryndísi og Elísabetu, sem komu fyrir hönd Oddfellow Rebekkustúku nr. 12, Barböru. Stúkan er staðsett í Hafnarfirði og telur í dag 64 virkar systur. Á hverju ári heldur stúkan fjáröflunarkvöld þar sem ágóðinn rennur til góðra málefna og í ár var ákveðið að styrkja Ljósið. Sú ákvörðun var að hluta til persónuleg, þar sem þrjár systur í stúkunni eru eða hafa verið í endurhæfingu hjá Ljósinu.

Hjartans þakkir til ykkar fyrir að styðja starf okkar í Ljósinu. Við kunnum virkilega að meta þennan hlýja og dýrmæta stuðning!

Á myndinni frá vinstri eru: Harpa Þorleifsdóttir, Kristín Þórsdóttir yfirmeistari, Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, Karen Emilsdóttir, Bryndís Björk Reynisdóttir og Elísabet Pétursdóttir

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.