Jólauppboð til styrktar Ljósinu

Á laugardaginn síðasta var haldið glæsilegt jólauppboð í Góða hirðinum til styrktar Ljósinu. Tónlistarmaðurinn KK var uppboðshaldari og hélt uppi góðri stemmingu. Á uppboðinu voru alls 29 munir seldir og í heildina söfnuðust 897.200 kr., sem rennur óskipt til starfsins í Ljósinu.

Við erum afar þakklát Góða hirðinum fyrir að standa að þessum fallega viðburði og fyrir stuðninginn!

    

 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.