Í morgun fengum við einstaklega ánægjulega heimsókn frá Jóni Ísakssyni Guðmann og Birni Jóhanni Björnsyni, sem komu fyrir hönd stúkunnar Þorkels Mána. Þeir tilkynntu okkur að á nýlegum stúkufundi hefði verið samþykkt einróma tillaga stjórnar og líknarsjóðsnefndar um að veita Ljósinu rausnarlegan styrk upp á tvær milljónir króna.
Í fyrra færði stúkan Ljósinu eina milljón króna, og okkur þykir vænt um þetta fallega framlag og hlýjuna sem þau sýna Ljósinu ár eftir ár. Styrkurinn mun nýtast sérstaklega vel í áframhaldandi leit að stærra og hentugra húsnæði fyrir starfsemina. Við sendum bestu þakkir og hlýjar kveðjur til Þorkels Mána.

Á myndinni frá vinstri eru: Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Jón Ísaksson Guðmann, fyrir hönd Þorkels Mána.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






