Styrkir frá velunnurum Ljóssins

Frábærar heimsóknir hafa borist til okkar í Ljósið síðustu daga. Við fengum heimsóknir frá Oddfellow st. nr. 27 Sæmundi fróða, Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella, og Alþjóða Samfrímúrarareglunni Le Droit Humain á Íslandi. Öll komu þau færandi hendi og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, tók á móti styrkjunum.

Hjartanlegar þakkir til ykkar allra fyrir þessar fallegu gjafir. Við erum virkilega þakklát fyrir ykkar hlýja hug.

Oddfellow st. nr. 27 Sæmundur fróði að afhenda Erlu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Ljóssins, styrk í starf Ljóssins.

 

Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella að afhenda Erlu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Ljóssins, styrk í starf Ljóssins.

 

Alþjóða Samfrímúrareglan Le Droit Humain á Íslandi að afhenda Erlu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Ljóssins, styrk í starf Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.