Það var einstaklega notalegt í Ljósinu í dag þegar húsið fylltist af þjónustuþegum og starfsfólki í jólapeysum eða öðrum hátíðlegum fatnaði. Mikið var gaman að sjá svona marga mæta og njóta dagsins með okkur.
Dagskráin hófst með jólagönguþjálfun og skemmtilegum upplestri frá Blekfjelaginu, meistaranemum í ritlist, úr nýju bókinni þeirra Kyngja. Eftir hádegismat var boðið upp á heitt kakó og ljúffengar heimabakaðar smákökur á meðan Einar Kárason, rithöfundur, las upp úr nýjustu bók sinni Sjá dagar koma. Að lokum söng Hafdís Huld nokkur falleg jólalög fyrir okkur.
Stemningin var frábær og við viljum innilega þakka ykkur öllum fyrir þessa notalegu samverustund. Einnig viljum við þakka Blekfjelaginu, Einari Kárasyni og Hafdísi Huld fyrir að gefa vinnu sína og vera með okkur á þessum frábæra degi.






Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






