Jólagjöf frá BAUHAUS

Fyrir helgi fengum við frábæra heimsókn frá starfsfólki BAUHAUS. Fyrirtækið stendur árlega fyrir fallegu jólaátaki þar sem þremur málefnum eru veittar jólagjafir að andvirði 500.000 kr. hvert og í ár var Ljósið eitt af þeim.

Fulltrúar BAUHAUS komu færandi hendi með 500.000 kr. inneign, glæsilegt jólatré og jólaskraut. Inneignin mun nýtast einstaklega vel þegar Ljósið flytur í stærra húsnæði!

Við erum innilega þakklát fyrir þennan stuðning og hlökkum til að skreyta Ljósið með nýja jólaskrautinu okkar í dag.

Á myndinni frá vinstri eru: Ester Lind Theodórsdóttir, markaðsfulltrúi, Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra, Jóhann Bjarni Pétursson, rekstrarstjóri BAUHAUS, Karen Anna Sævarsdóttir, mannauðsfulltrúi

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.