Ert þú á leið til vinnu eða í nám eftir langt hlé í kjölfar krabbameins? Þá er gagnlegt að fá yfirlit yfir þá þætti sem gott er að huga að, hafa áhrif á vellíðan í starfi og styðja við færnina til að takast á við starf eða nám.
Á námskeiðinu „Aftur til vinnu eða náms“ eru þessir þættir skoðaðir frá ýmsum hliðum. Fræðsla frá fagfólki og reynslusögur í bland við umræður þátttakenda á námskeiðinu leggja góðan grunn að farsælli endurkomu í kjölfar endurhæfingar.
Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er á leið til vinnu eða náms á ný eftir veikindi. Námskeiðið er liður í endurhæfingu Ljóssins og hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búnir til að mæta aftur til vinnu, náms eða nýrra verkefna. Næsta námskeið hefst 18. september og er kennt á fimmtudögum kl. 14:00-16:00 í 5 skipti.
Guðbjörg Dóra og Kolbrún Halla, iðjuþjálfar hjá Ljósinu kenna námskeiðið. Hægt er að lesa nánar um námskeiðið með því að smella hér.
Skráning fer fram í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 en einnig er hægt að skrá sig rafrænt með því að smella hér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






