Núvitund er lífsfærni sem getur aukið fullnægju í lífinu og skilning okkar í eigin garð.
Hún felst í því að taka eftir náttúrulegum eiginleika hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast meðan það er að gerast, án þess að grípa inn í og dæma það. Við gerum það m.a. með því að opna betur á og taka eftir; líkamsskynjun, tilfinningum, hugsunum og ytra umhverfi okkar. Með aukinni færni tengjumst við betur okkur sjálfum, öðrum í kringum okkur og umhverfinu, “coming back to our senses.”
Námskeið í núvitund hefst í Ljósinu 17. september. Kennt er á miðvikudögum kl. 13:30-15:30 í 6 skipti.
Tilgangur með námskeiðinu er að styðja við þína persónulegu reynslu af núvitund og aðstoða þig við að þjálfa upp þína eigin færni.
Námskeiðið samanstendur af fræðslu og kennslu æfinga um núvitund, samkennd (compassion) og góðvild (kindness), í eigin garð og annarra. Æfingarnar felast í stuttum sitjandi hugleiðslum, líkamsskönnun (bodyscan), og líkams- og gönguhugleiðsluæfingum. Einnig í því að viðra eigin upplifun af æfingunum ef fólk kýs, stundum í námskeiðshópnum og stundum í minni hópum. Tilgangur þess er að öðlast meiri skilning á eigin líðan og á upplifuninni, án þess þó að ráðleggja eða redda öðrum (ekki að fixa neitt), hver og einn er á sínum forsendum á námskeiðinu.
Hægt er að lesa nánar um námskeiðið með því að smella hér.
Skráning hjá móttöku Ljóssins, í síma 561-3770 og einnig er að skrá sig á námskeiðið rafrænt með því að smella hér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






