Námskeið í ritlist í Ljósinu í sumar

Ljósið mun bjóða uppá sex örnámskeið í ritlist næstkomandi sumar. Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi og Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari fengu styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna til að þróa og standa fyrir námskeiði í rithæfingu í samstarfi við Ljósið og Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Rithæfing er endurhæfingaraðferð þar sem fléttað er saman upplifun og ritun. Námskeiðin í sumar verða þematengd og verður m.a. unnið með náttúrumeðferð, hugleiðslu, jóga, hugarflugsæfingar á nýstárlegan og skapandi hátt.

Dagsetningar námskeiða í maí og júní:

12.maí kl.13:15
2.júní kl. 13:15
18.júní kl.13:15
23.júní kl. 13:15

Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er tíu.

Þú getur lesið meira á vefsíðu námskeiðsins með því að smella hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.