Við viljum byrja á að þakka öllum sem styrkja starfsemi Ljóssins fyrir stuðninginn. Við vonum að allir styrkir séu að birtast rétt á ykkar framtölum Hér fyrir neðan má sjá stöðuna fyrir mismunandi flokka styrkja.
Árlegir Ljósavinir
Gögn um árlegar greiðslur hafa verið send til Skattsins.
Mánaðarlegir Ljósavinir
Gögn um mánaðarlegar greiðslur hafa verið send til Skattsins. Athugið að enn eru nokkrir Ljósavinir sem hafa greitt frá upphafi og eru ekki með kennitölu á sinni skráningu. Þau ykkar sem eruð að lenda í því eru vinsamlegast beðin um að láta okkur vita.
Stakir styrkir í gegnum vef
Gögn um staka styrki greidda í gegnum vef Ljóssins hafa verið send til Skattsins.
Stakir styrkir í gegnum móttöku
Gögn um staka styrki greidda beint í móttöku Ljóssins hafa verið send til Skattsins.
Styrkir í gegnum Reykjavíkurmaraþon
Gögn hafa verið send til Skattsins fyrir þá sem skráðu kennitölu sína við greiðslu áheita í Reykjavíkurmaraþoninu. Ef styrkurinn þinn er ekki að birtast á skattframtali þínu, vinsamlegast hafðu samband við okkur.
Athugið
Athugið að ef rétt upphæð er ekki að birtast má óska eftir leiðréttingu á framtali gegnum þjónustuvefinn eða með að senda tölvupóst á skatturinn@skatturinn.is og óska eftir því þar.
Við minnum á að ef um styrki í formi vörukaupa s.s. minningarkorta, þjónustu eða annara áþreifanlegra vara, er ekki um endurgreiðslu að ræða.
Við erum hér til að aðstoða ef einhverjar spurningar vakna. Takk fyrir stuðninginn og samstöðuna!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.