Tilkynning um lokanir í Ljósinu vegna veðurs

Kæru vinir,

Gefin hefur verið út veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring.

Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu frá klukkan 12:00 í dag, miðvikudaginn 5. febrúar. Einnig verður lokað á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi.

Fyrir þau sem bókuð eru í viðtöl munu fagaðilar bjóða upp á fjarviðtöl í gegnum viðurkenndan fjarviðtalsbúnað.  Skipuleggjendur námskeiða munu upplýsa þátttakendur um fyrirkomulag námskeiða. Athugið að einnig er lokað í tækjasal Ljóssins.

Við biðjum ykkur öll að fara varlega og njóta góðrar inniveru á meðan stormurinn geisar. Við hlökkum til að taka á móti ykkur þegar veðurofsinn hefur gengið niður.

Hlýjar kveðjur,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.