Nú ryðjum við tækjunum til hliðar, hækkum í græjunum og tökum sporið.
Pop-up tími í Zumba verður í tækjasal Ljóssins föstudaginn 7. febrúar klukkan 13:00.
Zumba er danstími þar sem stuð og suðræn stemning er allsráðandi. Tími fyrir alla sem elska að dansa þar sem sporin eru mjög einföld. Þú gleymir þér í stuði og stemningu.
Að sjálfsögðu verðum við með reynsluríkan zumbakennari með okkur sem ætlar að leiða okkur í gegnum sporin.
Við hlökkum til að lyfta okkur aðeins upp með ykkur í þessum fyrsta pop-up tíma annarinnar!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.