Ljósið Rokkar er einstök tónlistarveisla sem verður haldin til minningar um Apríl Stjörnu á Gauknum sunnudaginn 9.febrúar næstkomandi. Markmið tónleikanna er að vekja athygli á mikilvægu og ómetanlegu starfi Ljóssins og safna fjármagni til að tryggja áframhaldandi stuðning fyrir þá sem þurfa á því að halda. Kvöldið verður fullt af kraftmiklum tónlistarflutningi, gleði og samstöðu, þar sem listamenn koma fram og sameina fólk í ógleymanlegri upplifun. Með þátttöku þinni hjálpar þú ekki aðeins að skapa frábært kvöld, heldur einnig að leggja þitt af mörkum til þess að lýsa upp líf þeirra sem glíma við erfiða vegferð.
Á hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá til stuðnings Ljóssins. Í boði verða kökusala, varningur seldur af sjálfboðaliðum Ljóssins, spennandi happdrætti og tækifæri til að leggja sitt af mörkum með frjálsum framlögum. Aðgangseyrir er 2.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn undir 16 ára. Komið og njótið kvöldsins með okkur og styðjið með því við þetta góða málefni.
Húsið opnar kl 17 og fyrsta band byrjar kl 18.
Um tónlistarmenn kvöldsins.
Eyþór Ingi er þekktur fyrir sýna kraftmiklu söngrödd, léttan húmor og eftirhermur sínar. Hann er vel þekktur af landsmönnum og hefur komið víða við í gegnum árin, bæði komið fram og gefið út undir sínu eigin nafni og með hljómsveitum og listamönnum á borð við Todmobile, Lay Low, Stuðmenn, Eldberg, Atómskáld og Rock Paper Sisters. Eyþór keppti fyrir hönd Íslands í eurovision árið 2013 með laginu sínu “ Ég á líf” og vann einnig söngvakeppnina “Bandið hans Bubba” árið 2008.
Teitur Magnússon: Eftir að hafa gefið út reggíbræðing með Ojba Rasta vakti Teitur fyrst athygli undir eigin nafni árið 2014 með sólóplötunni 27. Platan innihélt skynvillu-skotið dægurlagapopp og var fylgt eftir með plötunni Orna árið 2018 við góðan orðstír. Árið 2021 gaf hann út plötuna 33 og hlaut hún þrjár tilnefningar og ein verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Ný plata er væntanleg á þessu ári.
Mørose er hljómsveit sem spilar alternative tónlist með innblástur frá rokk og metal, hljómsveitin skipar 4 meðlimum, Irene söngur, Eysteinn og Eyvi á gítar og Iffy á trommum. Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan október 2022 og hefur gefið út 4 lög á Spotify en fleiri eru væntanleg á næstu mánuðum.
Moskvít er fimm manna Íslensk Rokkhljómsveit sem skartar þá Sjonna söng & Bassa, Alex á trommur Jón á Piano & Synth, Rythma Gítarleikarann Gumma og Lead Gítar Paolo.
Moskvít var formlega stofnað árið 2019. Tónlistarstíllinn er fjölbreyttur og undir miklum áhrifum frá vestrænu blúsrokki. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu ‘Human Error’ þann 13. ágúst 2021.
Human Error er hugmynda plata og snertir ýmislegt eins og heimspeki, siðfræði og menningu sem er miðlað með augum raðmorðingja.
Þann 11. október 2024 gaf Moskvít út sína aðra plötu „Superior Design“ á þeirri plötu eru tveir nýir gítarleikarar G fyrir takt og Paolo fyrir aðalgítar kynntir.
Nú er Moskvít þegar að vinna að næstu plötu sinni og fleira.
The Wolfpack er ný stofnuð rokk hljómsveit skipuð af Alinu (söngur og gítar), Frissi (gítar) Nonni metall (Bassi og söngur), Óskar Ingi (trommur). Bandið er að vinna í sinni fyrstu plötu og spila þau frumsamin lög frá Alinu og Nonna.
Nánari upplýsingar má nálgast á facebook viðburði verkefnisins hér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.