Íslenska Gámafélagsið veitti Ljósinu veglegan styrk að upphæð 2 milljónir króna fyrr í dag. Styrkurinn mun renna í húsnæðissjóð Ljóssins.
Fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu, þau Auður Pétursdóttir, Ásta María Harðardóttir, Ólafur Thordersen og Ljiljana Tepsic, heimsóttu Ljósið til að afhenda styrkinn og fengu tækifæri til að kynna sér starfsemina og hitta starfsfólk Ljóssins.
„Við hjá Íslenska Gámafélaginu leggjum mikla áherslu á að styðja við góð málefni í samfélaginu. Ljósið sinnir ómetanlegu starfi sem við erum stolt að styðja með þessu framlagi,“ sagði Ólafur Thordersen, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins í stuttu ávarpi við afhendinguna.
Starfsfólk og stjórnendur Ljóssins þakka Íslenska Gámafélaginu fyrir rausnarlegt framlag.
Með þessum styrk undirstrikar Íslenska Gámafélagið mikilvægi þess að styðja við félagsleg verkefni sem bæta lífsgæði fólks í samfélaginu.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.