Unnar Bjarnason færði mömmu sinni ógleymanlega gjöf á afmælisdaginn hennar í dag – styrk að upphæð 200.000 krónur til Ljóssins, þar sem hún hefur sótt þjónustu.
Styrkurinn er afrakstur elju og skipulagsgleði Unnars, sem safnaði upphæðinni með sölu á sérmerktum treyjum fyrir bumbu körfuboltalið KR. Með þessu fallega framtaki vildi hann bæði heiðra móður sína og styðja við starfsemi Ljóssins, sem veitir fjölmörgum dýrmætan stuðning á krefjandi tímum.
Með Unnari í för í morgun voru dætur hans, Yrsa Unnarsdóttir og Ugla Unnarsdóttir, sem deildu gleðinni með honum og mömmu þeirra á þessum merka degi. Stefán Diego, íþróttafræðingur í Ljósinu og félagi Unnars í boltanum, veitti styrknum móttöku fyrir hönd Ljóssins.
Ljósið þakkar af einlægni fyrir þessa rausnarlegu gjöf og sendir bestu óskir til fjölskyldunnar og allra KR-inga sem tóku þátt í verkefninu með honum. Þetta dýrmæta framlag mun hafa jákvæð áhrif á þá sem sækja þjónustu Ljóssins og er einstakt dæmi um samkennd og kærleika.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.