Oddfellowstúkan Þorkell Máni styrkir Ljósið um eina milljón króna

Oddfellowstúkan nr. 7, Þorkell Máni I.O.O.F., hefur ákveðið að styðja við starfsemi Ljósins með rausnarlegum styrk að upphæð 1.000.000 króna.

Með þessu framlagi vilja Oddfellow-bræður sýna stuðning sinn við mikilvægt starf Ljósins, sem hefur unnið mikilvægt starf fyrir fólk sem glímir við veikindi og þarf á endurhæfingu og stuðningi að halda.

„Það er okkur mikil ánægja að geta lagt okkar af mörkum til starfsemi Ljósins og styðja þannig við það góða starf sem þar fer fram,“ sagði Jón Ísaksson Guðmann, yfirmeistari Oddfellowstúkunnar nr. 7, Þorkels Mána.

Styrkurinn var afhentur formlega 19. desember 2024 og mun hann renna í húsnæðissjóð Ljóssins en stefnt er að byggingu nýs húsnæðis á næstu árum.

Erna Magnúsdóttir veitti styrknum viðtöku.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.