Þeir Jón Helgi Pálsson og Eiríkur Jónsson frá Oddfellowstúkunni Þórsteini komu í heimsókn á dögunum í Ljósið. Þeir komu færandi hendi með veglegan styrk í húsnæðissjóðinn. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins tók á móti styrknum. Við sendum félögum stúkunnar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf og óskum þeim öllum gleðlegra jóla.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.