Jólagleði í Ljósinu næstkomandi miðvikudag, 11.desember

Miðvikudaginn 11. desember næstkomandi ætlum við að vera á jólanótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla til að mæta extra jólalega þennan dag. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella á sig rauðum og jólalegum varalit.

Klukkan 12:30 sláum við svo upp sannkallaðri jólagleði, hlustum á upplestur frá nemandafélagi mastersnema í ritlist, Blekfjelaginu. Einnig fáum við í heimsókn magnað söngatriði og lofum því að jólagleðin verður alltumvefjandi. Boðið verður uppá heitt kakó og smákökur.

Sjáumst á miðvikudag!

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.