Árlegir Jóla- og styrktartónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns til styrktar Ljósinu

Síðastliðinn sunnudag, 1. desember, hélt Gospelkór Jóns Vídalíns árlega Jóla- og styrktartónleika sína í Vídalínskirkju í Garðabæ. Tónleikarnir, sem í ár voru helgaðir Ljósinu, heppnuðust með eindæmum vel.

Gospelkórinn, undir stjórn Ingvars Alfreðssonar, færði gestum hlýja og hátíðlega stemningu með fallegum jóla- og gospellögum. Með kórnum lék frábær hljómsveit sem skipuð var Benedikt Brynleifssyni á trommur, Jóhanni Ásmundssyni á bassa, Reyni Snæ Magnússyni á gítar og Ingvari Alfreðssyni á hljómborð.

Mikill stuðningur við gott málefni
Tónleikarnir drógu að fjölmarga gesti, og safnaðist alls 800 þúsund krónum til styrktar Ljósinu. Framkvæmdarstjóri Ljóssins, Leópold, lýsti yfir miklu þakklæti fyrir stuðninginn og sagði framlög sem þessi skipta sköpum í því mikilvæga starfi sem miðstöðin sinnir fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.

Með þessu framtaki sýndi Gospelkór Jóns Vídalíns, ásamt tónleikagestum og stuðningsfólki, enn á ný hversu mikil áhrif tónlist og samhugur getur haft á samfélagið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.