Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir þitt framlag

Kæru kæru vinir

Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Mánaðarlega sækja yfir 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með framlagi  þjóðarinnar getum við haldið úti gróskumikilli endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda.

 

Stuðningur þjóðarinnar er starfinu ómetanlegur!

Þessa dagana birtast eingreiðslur í heimabanka Íslendinga að upphæð 2800 krónur. Þessari upphæð er ætlað að brúa það mikla bil sem við blasir á milli styrkja ríkis og fjáröflunar ársins

Við hvetjum alla sem burði hafa til, til að gerast Ljósavinur og taka þannig þátt í að byggja upp endurhæfingu krabbameinsgreindra á Íslandi.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.