Fram fyrir Ljósið – Treyjur og leikur til styrktar Ljósinu

Í samstarfi við Gunnar Hilmarsson og Errea, hefur Fram hafið sölu á einstökum búning til styrktar Ljósinu. Með verkefninu vill Fram sýna samkennd og stuðning við Ljósið.

„Þetta er ekki bara hönnun – það er sameiningarafl fyrir samfélagið, merki um von og baráttu. Við erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og bjóða stuðningsmönnum okkar að vera hluti af þessari mikilvægu hreyfingu með kaupum á búningnum.“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram.

Þessu til viðbótar fer fram sérstakur styrktarleikur við KA laugardaginn 26. október þar sem allar tekjur af miðasölu renna til Ljóssins. Leikmenn beggja liða hafa svo í sameiningu ákveðið að borga allir fullan aðgangseyri á leikinn til að styrkja Ljósið.

Ljósið sendir Framörum kærar þakkir fyrir stuðninginn og vonar að sem flestir mæti á völlinn á laugardag og tryggi sér þessa flottu treyju.

Búningurinn er framleiddur í takmörkuðu magni og því borgar sig að hafa hraðar hendur við að tryggja sér eintak. Hægt er að kaupa hann hér!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.