Sjö milljónir söfnuðust í átaki Nettó og Ljóssins

Sam­starfs­verk­efni Nettó og Ljóss­ins hef­ur skilað sjö millj­ón­um króna, sem renna nú óskipt til end­ur­hæf­ing­ar fólks með krabba­mein. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Nettó um átak í sam­starfi við Ljósið.

Þetta er annað árið í röð sem Nettó og Ljósið efna til sam­starfs í júlí­mánuði, und­ir heit­inu „Kveikj­um Ljósið í júlí“ en í fyrra söfnuðust fimm millj­ón­ir kr. Í ár var það mynd­list­ar­kon­an Unn­ur Stella Ní­els­dótt­ir, eig­andi Start Studio, sem hannaði lista­verk fyr­ir átakið. Verk Unn­ar Stellu er af kaffi­hlaðborði og ber heitið Skína. Prýddi það sund­tösku sem seld var í versl­un­um Nettó auk þess sem selt var sér­hannað Jenga-spil.

Auk þess seldi Nettó kló­sett­papp­ír og safa þar sem ágóði söl­unn­ar rann til átaks­ins. Átakið gekk sem fyrr seg­ir von­um fram­ar og söfnuðust sjö millj­ón­ir króna. Þá mun sá varn­ing­ur sem enn er óseld­ur vera til sölu hjá Ljós­inu í vet­ur og all­ur ágóði áfram renna til stuðnings við Ljósið.

Stolt af því að leggja sitt af mörk­um

„Við erum gíf­ur­lega stolt af því að fá að leggja okk­ar af mörk­um til að styrkja fé­lag eins og Ljósið, sem veit­ir þeim sem grein­ast með krabba­mein mik­il­væga end­ur­hæf­ingu og stuðning. Við fund­um strax mik­inn áhuga hjá okk­ar viðskipta­vin­um enda um gíf­ur­lega mik­il­vægt mál­efni að ræða sem varðar ótal marga lands­menn. Það er líka al­veg frá­bært að í ár hafi safn­ast enn meira í þessu átaki en í fyrra en það sýn­ir bara og sann­ar að al­menn­ing­ur hef­ur líka trú á þessu verk­efni. Á sama tíma skemm­ir ekki að Unn­ur Stella er virki­lega hæfi­leika­rík lista­kona og lista­verkið henn­ar, Skína, fang­ar á svo fal­leg­an hátt þenn­an þægi­lega, ró­lega anda sem mörg hafa talað um að svífi yfir Ljós­inu. Varn­ing­ur­inn verður til sölu áfram á meðan birgðir end­ast í Ljós­inu og ég hvet fólk til að næla sér í spil eða poka þar,“ seg­ir Helga Dís Jak­obs­dótt­ir, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Nettó.

„Ger­ir okk­ur kleift að veita mik­il­væga end­ur­hæf­ingu“

„Fyr­ir miðstöð eins og Ljósið sem reiðir sig að stór­um hluta á stuðning þjóðar­inn­ar er verk­efni eins og þetta ómet­an­legt. Við erum virki­lega þakk­lát öllu okk­ar góða fólki hjá Nettó, lista­kon­unni Unni Stellu sem og öll­um þeim sem lögðu verk­efn­inu lið með kaup­um á vör­um. Þess­ir fjár­mun­ir gera okk­ur kleift að halda áfram að veita þeim sem grein­ast mik­il­væga end­ur­hæf­ingu,“ seg­ir Sól­veig Kol­brún Páls­dótt­ir, markaðs- og kynn­ing­ar­stjóri Ljóss­ins.

Nettó vinn­ur mark­visst eft­ir sam­fé­lags­stefnu Sam­kaupa þar sem lögð er mik­il áhersla á sam­fé­lags­lega ábyrgð og fyr­ir­tækið hef­ur mik­inn metnað til að vera traust­ur og virk­ur þátt­tak­andi í sam­fé­lag­inu. Árlega styrk­ir Nettó m.a. verk­efni á sviði góðgerðar­mála, æsku­lýðs- og for­varn­ar­starfa, heil­brigðs lífs­stíls og um­hverf­is­mála.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.