Það var heldur betur glatt á hjalla síðastliðinn föstudag þegar hlaupahópurinn Ljóskurnar mættu í hús og færðu Ljósinu risastóra ávísun sem endurspeglar þeirra framlag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár. Ljóskurnar er magnaður hópur ungra kvenna sem kynntist í Ljósinu. Dugnaðurinn, jákvæðnin, samheldnin og slagkrafturinn hjá hópnum er áþreifanlegur og vekur sannarlega eftirtekt og er hreinlega smitandi. Ljóskurnar mættu allar ásamat sínu nánasta fólki og var þetta falleg stund, þar sem tvær úr hópnum töluðu frá hjartanu, mátti heyra saumnál detta og sjá tár á hvarmi. Virkilega falleg stund og erum við í Ljósinu afskaplega þakklát fyrir þetta góða framlag, en þær söfnuðu hvorki meira né minna 4.286.520.
Við þökkum Ljóskunum og þeirra góða fólki fyrir notalega stund.
Ragnar Th ljósmyndari kom og smellti af þessum skemmtilegum myndum.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.