Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem
glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.
Hluti af dagskránni eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05.
Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi:
2.okt – Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Jónas Þórir.
9.okt – Ættjarðarlög, 80 ára afmæli lýðveldisins. Kammerkór Bústaðarkirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja undir stjórn Jónasi Þóris.
16.okt – Sóprönur Bernadett Hegyi, Edda Austmann og Gréta Hergils ásamt Jónasi Þóri. Erindi að loknum tónleikum.
23.okt – Gissur Páll og Jóhann Friðgeir ásamt heiðursgestinum Kristjáni Jóhanssyni. Stjórnandi og undirleikari Jónas Þórir.
30.okt – Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýrsdóttir (Diddú) ásamt Jónasi Þóri.
Jónas Þórir organisti hefur veg og vanda að dagskránni ásamt prestum og starfsfólki
Bústaðakirkju.
Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum Bústaðakirkju í Bleikum október, en boðið
verður upp á að leggja Ljósinu lið, með fjárframlagi.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.