Hvaða áhrif hefur krabbameinsgreining á taugakerfið?

Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari, fjallar um áhrif greiningar á taugakerfið

Áhrif greiningar og krabbameinsmeðferðar á taugakerfið eru umtalsverð. Í dag, mánudaginn 30. september, mun Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari taka á móti þjónustuþegum Ljóssins og þeirra aðstandendum og fjalla um ósjálfráða taugakerfið og leiðir til að kynnast því og sjálfu sér. Hún mun segja frá áreitisþröskuldinum og ræða leiðir til að takast á við streitu og aðferðir til að auka og viðhalda vellíðan.

Fræðslan er sem fyrr segir í dag klukkan 16:30 í húsakynninum Ljóssins.

Skráning fer fram hér!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.