Hreint styrkir Ljósið

Hreint hefur síðastliðin 14 ár haldið golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara. Síðustu 10 ár hefur skapast sú hefð að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem sigurvegari mótsins velur og nemur fjárhæðin 150.000 krónum. Mótið í ár fór fram á Urriðavelli, hinum glæsilega golfvelli Golfklúbbsins Odds, og var það vel sótt að venju.

Eftir spennandi og skemmtilega keppni stóð Jónas Gestur Jónasson uppi sem sigurvegari. Jónas valdi að styrktarféð rynni til Ljóssins, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur áður hlotið þennan styrk en það var fyrir 10 árum þegar fyrsti styrkurinn var veittur.

Hluti af samfélagsábyrgð Hreint

Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, segir að fyrirtækið vilji láta gott af sér leiða með þessum hætti enda taki það samfélagábyrgð sína alvarlega og sé það alltaf jafnánægjulegt að styrkja góð málefni. Erna Magnúsdóttir hjá Ljósinu tók nýverið á móti Ara og Jónasi og veitti styrknum frá Hreint viðtöku. Jafnframt sýndi hún þeim húsakynni Ljóssins, sem eru fyrir löngu sprungin, og þá frábæru starfsemi sem þarf fer fram. Þá þakkaði hún kærlega fyrir hlýjan hug til Ljóssins og sagði styrkinn koma að góðum notum.

 

Á myndinni eru f.v. Ari Þórðarson, Erna Magnúsdóttir og Jónas Gestur Jónasson. Ljósmyndina tók Rúnar Hroði Geirmundsson en til gamans má geta þess þá hljóp hann heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á dögunum til styrktar Ljósinu og að sjálfsögðu styrkti Hreint hann í hlaupinu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.