Frábærri skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons lokið

Nú er maraþongleðin í hávegi í Ljósinu og einungis nokkrir klukkutímar í að ræst verður í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024. Undanfarna tvo daga hefur starfsfólk Ljóssins staðið vaktina á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons, Fit&run, í Laugardalshöll og afhent yfir 250 boli til allra okkar dásamlegu einstaklinga sem hlaupa fyrir Ljósið á morgun – Takk fyrir komuna öll! Það er okkar mat (algjörlega hlutlaust) að það hafi einstök Ljósaorka á básnum í ár en okkur finnst alltaf svo gott að hitta fólkið okkar og leggja grunninn að góðu hlaupi.

Við viljum nota tækifærið og minna á klappstöðina okkar við JL húsið en við verðum mætt eldsnemma í fyrramálið til að stilla upp. Gott er að vera komin um klukkan 9:00 til að byrja að hvetja. Við verðum með lánsboli á staðnum og tónlist á fóninum!

Við erum meyr og mjúk að kvöldi dags og hugsum hlýtt til ykkar allra sem eruð að hlaupa, hvetja og heita á ykkar fólk.

Hér eru nokkrar myndir frá gleðinni í Laugardalshöll.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.