Fimmtudaginn 14. des ætlum við að vera á jólanótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla til að mæta extra jólaleg þennan dag. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella á sig rauðum og jólalegum varalit.
Upp úr hádegi sláum við svo upp sannkallaðri jólagleði, hlustum á upplestur frá nemandafélagi mastersnema í ritlist, Blekfjelaginu, höfum smá jólahappadrætti, fáum okkur kakó og smákökur, og eigum saman huggulega stund.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.