Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins mætti í Víkina um síðustu helgi og tók við ávísun upp á þrjár milljónir króna sem var ágóðinn af sölu á góðgerðartreyju Víkings 2023. Fulltrúar frá Havarí, Hildi Yeoman, Macron og Víkingi afhentu ávísunina fyrir leik Víkings og Breiðabliks.
Treyjan sem er hönnuð af Hildi Yeoman og framleidd af Macron var aðeins framleidd í 300 eintökum og seldust treyjurnar upp á nokkrum klukkutímum.
Ljósið þakkar öllum þeim sem komu að þessu verkefni og gáfu vinnu sína kærlega fyrir samstarfið. Að auki þökkum við öllum þeim sem keyptu treyjuna og styrktu þannig endurhæfinguna.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.