Starfsfólk Ljóssins, þær Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðarfræðingur, Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi, og Elín Kristín Klar, sálfræðiráðgjafi, munu mæta fyrir hönd Ljóssins á Sjónaukann 2023.
Um er að ræða árlega ráðstefnu heilbrigðisvísindadeilda Háskólans á Akureyri en viðburðurinn fer fram bæði á staðnum og rafrænt dagana 16. og 17. maí n.k.
Áhersla ráðstefnunnar í ár er Horft til framtíðar: Fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi en umfjöllunar efni Helgu, Guðrúnar og Elínar er einmitt fjölskyldu- og aðstandendastefna Ljóssins
Við erum afar stolt að eiga flotta fulltrúa á Sjónaukanum og lítum á það sem mikla viðurkenningu fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er í Ljósinu.
Hægt er að kynna sér ráðstefnuna betur hér
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.