Fyrr á árinu fagnaði Þórður Geirsson þjónustuþegi í Ljósinu 60 ára afmæli sínu með vinum og vandamönnum. Við það tilefni afþakkaði Doddi, eins og hann er betur þekktur hjá okkur í Ljósinu, allar gjafir en bað sitt fólk að gefa upphæð í endurhæfingarstarf Ljóssins.
Í dag kom Doddi í heimsókn í Ljósið ásamt eiginkonu sinni Ernu Valdimarsdóttur, og afhentu þau Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, 230 þúsund krónur. Upphæðin verður notuð við kaup á nýjum stofuskáp í móttöku Ljóssins.
Við þökkum Dodda og Ernu kærlega fyrir komuna og fyrir rausnarlegt framlag sitt til endurhæfingarinnar.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.