Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer 20.ágúst næstkomandi. Við erum ótrúlega stolt af hlaupurunum okkar og þakklát öllum sem hlaupa fyrir Ljósið.
Að venju fá allir okkar hlaupara bol merktan Ljósinu til að hlaupa í. Afhending bola fer fram á stórsýningunni FIT & RUN sem fram fer í Laugardalshöllinni. Opnunartími sýningarinnar er sem hér segir:
Fimmtudagur 18.ágúst kl. 15:00 – 20:00
Föstudagur 19.ágúst kl. 14:00 – 19:00
Starfsfólk Ljóssins verður á staðnum og tekur vel á móti ykkur á bás Ljóssins á FIT & RUN 2022.
Sjáumst í Laugardalshöllinni!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.