Fjöll og viðhengi ganga til sigurs fyrir Ljósið

Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega saman yfir vetratímann eða frá september fram í maí. Í lok maí verður gönguröð hjá  hópnum til styrktar Ljósinu. Árið 2021 var þeim erfitt, en þá greindust þrír úr gönguhópnum með krabbamein, sem er ansi hátt hlutfall í svo litlum hóp. Þeim langaði að leggja sitt að mörkum.

Þessir einstaklingar hafa leitað til Ljóssins og deilt með okkur því frábæra starfi sem þar er.  Þegar  vinir ganga í gegnum slíkar raunir verður maður vanmáttugur. Það er ekki í okkar valdi að gera neitt sem veitir lækningu við slíkum veikindum. Það sem við getum gert er að styðja við bak vina okkar og vera til staðar. Við vildum gjarnan gera eitthvað aðeins meira og þá kom þessi hugmynd um að nýta göngurnar til að safna peningum til að styrkja Ljósið “ 

Magnaður hópur sem hefur gaman af því að hittast, spjalla um göngur og ferðalög. Einnig nýta þau þessa góðu hittinga í að deila reynslu, fróðleik, gönguleiðum eða bara því sem liggur á hjarta að hverju sinni. Viðhengin sem þau kalla svo skemmtilega eru þeirra vinir og kunningjar sem er boðið að koma með, en að þeirra sögn eru allir velkomnir. Árlega er svo skipulögð ein lengri ganga yfir sumartímann.

Við í Ljósinu erum afskaplega þakklát fyrir þetta fallega framtak og hvetjum alla til að taka þátt.

Hér má sjá dagskrá gönguraðarinnar sem hefst 26.maí næstkomandi og endar í notalegri fjölskyldugöngu í Laugardalnum þar sem gengur verður í Ljósið að Langholtsvegi.

26.maí. Helgafell, Valaból og Valahnúkur í Hafnarfirði kl. 10.00

27.maí. Vífilsstaðavatn kl.17.30

28.maí. 3 tindar í Mosfellsdal, Helgafell, Reykjafell og Æsustaðafjall kl.10.00

29.maí. Fjölskylduganga í Laugardalnum og nágrenni sem endar í Ljósinu. Gangan hefst kl.13.00 

Viðburðinn má finna á facebooksíðunni Gengið til sigurs. Þar má finna allar upplýsingar um verkefnið. Þeir sem ekki hafa tök á að ganga á þessum tímum eru hvattir til að ganga, taka mynd og nota hashtaggið #gengiðtilsigurs á instagram.

 

Það kostar ekkert að taka þátt, og eru þáttakendur hvattir til að styrkja Ljósið.

Reikningsnúmer: 0130-26-410520

Kennitala: 590406 – 0740

Skýring: Gengið til Sigurs

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.