Myndlistarmenn Ljóssins athugið!

Kæru vinir,

Nú leitum við til ykkar sem hafa lokið námskeiði í myndlist í Ljósinu.

Við vinnum að gerð tækifæriskorta sem fjáröflun fyrir starfsemi Ljóssins. Hugmyndin er hafa myndir á kortunum eftir hópinn okkar góða sem hefur verið í myndlist hjá okkur.

Við stefnum á að gera 5 mismunandi myndakort sem verða merkt Ljósinu og höfundi verksins. Þeir sem hafa áhuga á að gefa Ljósinu afnot af sinni list eru beðnir að senda mynd af verkinu á heida@ljosid.is

Myndefnið er valfrjálst, en hafa skal í huga að það henti tækifæriskorti.

Ekki verður hægt að prenta öll verk sem berast, því höfum við brugðið á það ráð að fá til liðs við okkur fagnefnd sem sér um að finna verk sem eiga vel saman og henta tilefninu.

Jafnframt langar okkur að öll innsend verk verði hluti af myndlistarsýningu í húsakynnum Ljóssins.

Með fyrirfram þökk, og ósk um frábæran dag,

Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.