Fjarþjálfun fyrir fólk á landsbyggðinni

Nú er vorönninn í Ljósinu komin af stað með ýmislegt spennandi og nýtilegt í boði fyrir okkar fólk.

Landsbyggðardeildin verður með fjarþjálfun á Zoom tvisvar í viku, fyrir þjónustuþega Ljóssins á landsbyggðinni. Markmið námskeiðsins er auka aðgengi að þjálfarateymi okkar og bjóða upp á æfingar heima í stofu. Æfingarnar eru aðlagaðar að getu hvers og eins og krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðar, en ef þú átt teygjur eða létt lóð má nota það við æfingarnar. Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur

Hver tími er um 60 mín og mun áherslan vera á styrktaræfingar og teygjur. Hvetjandi fræðsla og hópeflandi spjall í lok hvers tíma.

 

Námskeiðið hefst 17. janúar 2022

Mánudaga og miðvikudaga kl 11:00-12:00

Umsjón: Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Gyða Rán Árnadóttir. sjúkraþjálfari.

 

Þátttakendum verður sendur Zoom hlekkur í tölvupósti.

Skráning: Í síma 561-3770 eða senda tölvupóst á unnurmaria@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.