Föstudaginn 5. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinsgreindum. Heimsókn þeirra er liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Basarinn byrjar 9.30 og stendur til 13.30.
Þetta er í fjórða sinn sem Bergmál kemur til okkar með fjáröflunarsölu.
Við hvetjum allt sultuáhugafólk, krabbameinsgreinda, aðstandendur og aðra velunnara að líta við á Langholtsveginum þann 5. nóvember á milli kl. og kaupa sér sultu og styrkja um leið það góða málefni sem Bergmál er.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.