Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar.
Eins og margir vita byggir endurhæfingin í Ljósinu á hugmyndafræði iðjuþjálfunar en í dag starfa 10 iðjuþjálfar í Ljósinu.
Að sjálfsögðu fögnum við þessum mikla degi með kaffi og köku, en höfum að þessu tilefni einnig komið fyrir iðjukornum vítt og breitt í móttöku Ljóssins. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að njóta með okkur í hádeginu.
Við í Ljósinu óskum iðjuþjálfum innilega til hamingju með daginn!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.