Jafningjahópur kvenna á aldrinum 16-45 ára hélt í lok september í heimsókn til Nordic angan – Ilmbanka íslenskra jurta.
Nordic Angan er rannsóknar- og þróunarverkefni sem snýr að því að fanga angan íslenskrar flóru. Hópurinn fékk kynningu á verkefninu, rannsóknarferlinu og að auki að skoða sig um í Ilmbankanum sem er settur fram á mjög skemmtilega vegu.
Við þökkum fyrir góðar móttökur og fræðslu, og getum sannarlega mælt með því að fólk heimsæki Nordic Angan.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.