Í liðinni viku sóttu iðjuþjálfar í Ljósinu Evrópuþing iðjuþjálfa og var umfjöllunarefni þeirra á ráðstefninu þrautseigjan í endurhæfingu krabbameinsgreindra.
Að byggja upp þrautseigju er áhersla sem finna má í nærri öllum dagskrárliðum Ljóssins. Við bjóðum til að mynda upp á sérsniðin námskeið um þrautseigju, fræðslu innan námskeiða um þrautseigju og þar að auki má finna áherslur og verkefni henni tengdri í líkamlegri endurhæfingu, handverki og fleiru.
Þrautseigja skiptir miklu máli í lífinu almennt en það má færa rök fyrir því að þrautseigja skipti sérstaklega miklu máli þegar einstaklingur greinist með krabbamein og heldur inn í ferli sem sveipað er óvissu og ótta.
Þegar ljóst varð að ráðstefnan yrði stafræn í ár ákváðu iðjuþjálfarnir að setja saman kynningu sem yrði fræðandi en á sama tíma skapandi og skemmtileg. Hún myndi færa öllum ráðstefnugestum smá af Ljósinu í gegnum skjáinn og umfram allt myndi enginn sofna.
Okkur langar að fá að deila með ykkur litlu kynningunni okkar sem vinir okkar í Skjáskoti hjálpuðu okkur að setja saman.
Við erum stolt af iðjuþjálfunum okkar og þeirra framlagi til Codec-Enothe 2021.
—
Last week, our occupational therapists attended the European Congress of Occupational Therapists, and their topic of discussion at the conference was resilience in cancer rehabilitation.
Building resilience is an focus that can be found in almost all of Ljósið Cancer Rehabilitation’s program.
We offer special courses on resilience, touch on the subjects in many courses, and in addition you can find related tasks in physical rehabilitation, crafts and more. Resilience is very important in life in general, but it can be argued that resilience is especially important when an individual is diagnosed with cancer and enters a process that is shrouded in uncertainty and fear.
When it became clear that the conference would be digital this year, the occupational therapists decided to put together a presentation that would be informative but at the same time creative and fun. It would bring the conference guests a little bit of our center through the screen and above all no one would fall asleep.
We hope you’ll enjoy our presentation.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.